aritun_kirkjuhusi

Þjóðgildin árituð og viðtal við höfund

Gunnar Hersveinn áritar bók sína Þjóðgildin á Laugavegi 31 í Skálholtsútgáfunni laugardaginn 18. desember frá kl. 14.00. Allir velkomnir þangað í kaffi og koníak og spjall. Endilega gerið okkur þann heiður að líta í búðina. Allir sem eiga leið um eða vilja gera sér erindi til að fagna útkomu bókarinnar um þjóðgildi Íslendinga. Bókin er skrifuð gegn firringu og leiðindum með það markmið að taka þátt í því að skapa betra samfélag. Gunnar Hersveinn verður einnig í Vikulokunum á Rás eitt milli 11-12 (18. des) og loks er von á ítarlegu viðtalið við hann um vonir og vonbrigði Íslendinga í Fréttablaðinu, sennilega þriðjudaginn 21. desember. Fylgist með. Bókin er kjörin til uppbyggilegrar umræðu í jólaboðunum!

Deila

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *