thjodgildin_bokskuggi

„Bókin varðar veg út úr ógöngunum“

Flest okkar telja að ein af meginástæðum bankahrunsins hérlendis hafi verið sú staðreynd að hin klassísku gildi hafi lotið í lægra haldi hjá þjóðinni. Þess vegna var líka boðað til þjóðfundar fyrir ári síðan þar sem marktækt úrtak Íslendinga hóf að móta með sér nýja framtíðarsýn og valdi þarafleiðandi þau gildi sem skyldu eflast með þjóðinni, gildi eins og heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti o.s.frv.

En hvað fela þessi orð í sér í raun og veru ? Þetta eru margslungin orð með fjölbreyttan snertiflöt.

Þessvegna er það mikils virði að fá í hendur bók Gunnars Hersveins um þjóðgildin, þar sem hann greinir þau og setur inn í íslenskt samhengi af mikilli yfirsýn.

Bókin getur nýst á margan hátt, sem uppsláttarbók, til lesturs í einrúmi og við eigið uppgjör en líka sem grundvöllur umræðu í minni sem stærri hópum.

Bókin varðar veg út úr ógöngunum.

Bernharður Guðmundsson

Deila

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *