Dómar / Umsagnir

“Já, sæll! Eigum við eitthvað að ræða þörfina fyrir þessa bók á hverju einasta náttborði landsins?! Les hana fram og aftur eins og skapið segir mér til hverju sinni. Byrjaði aftast og svo þarna einhvers staðar inn í milli. Svo aftur á lo…kareit og var svo á dögunum að afgreiða fyrstu tvo kaflana. Þetta er bók sem hægt er að grípa niður í hvar sem er og hver einasta setning hlaðin rafeindum, nifteindum og róteindum og égveitekkihvaðeindum, sem rafmagna og vekja upp í manni svo margþráðan sannleikskjarna. Ég notaði hana í samtalspredikun þar sem söfnuðurinn var virkur og braut gildin upp með mér. Þar talaði hin kraftmikla þjóðarsál í anda og í sannleika… það var flott! já, takk! Ef þú ert ekki búin(n) að kaupa hana, gerðu það þá!”

Lena Rós Matthíasdóttir prestur

———————————-

„Flest okkar telja að ein af meginástæðum bankahrunsins hérlendis hafi verið sú staðreynd að hin klassísku gildi hafi lotið í lægra haldi hjá þjóðinni. Þess vegna var líka boðað til þjóðfundar fyrir ári síðan þar sem marktækt úrtak Íslendinga hóf að móta með sér nýja framtíðarsýn og valdi þarafleiðandi þau gildi sem skyldu eflast með þjóðinni, gildi eins og heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti o.s.frv.

En hvað fela þessi orð í sér í raun og veru ? Þetta eru margslungin orð með fjölbreyttan snertiflöt.

Þessvegna er það mikils virði að fá í hendur bók Gunnars Hersveins um þjóðgildin, þar sem hann greinir þau og setur inn í íslenskt samhengi af mikilli yfirsýn.

Bókin getur nýst á margan hátt, sem uppsláttarbók, til lesturs í einrúmi og við eigið uppgjör en líka sem grundvöllur umræðu í minni sem stærri hópum.

Bókin varðar veg út úr ógöngunum.“

Bernharður Guðmundsson

———————————-

„Bók Gunnars Hersveins, ÞJÓÐGILDIN, á erindi við alla. Í bókinni fjallar hann um lífsgildin, sem Þjóðfundurinn 2009 valdi.  Á þessum síðustu og verstu tímum er okkur hollt að huga að því sem skiptir máli í lífinu og byggja afstöðu okkar á kærleika, mannvirðingu og heiðarleika.  Ég mæli með því, að allir sem áhuga hafa á mannlegu samfélagi – og sjálfum sér – lesi þessa bók.“

Tryggvi Gíslason, fv. skólameistari

———————————-

„Bókin sem á vera til á hverju heimili.”

Brynjar Holm Bjarnason tæknifræðingur

———————————-

Sjötta flottasta bókarkápan: „Skýrt myndmál sem gefur góða hugmynd um innihaldið án þess að fara í einhverjar flækjur eða of mikið ljósmyndamix.“

Arnór Bogason Fréttatíminn

———————————-


„Ég mæli með því, að allir sem áhuga hafa á mannlegu samfélagi – og sjálfum sér – lesi þessa bók.“

Tryggvi Gíslason fyrrv. skólameistari.

———————————-


„Veggspjaldið sem fylgir bókinni er sannkallað meistaraverk!“

Bjarni Snæbjörn Jónsson ráðgjafi.

———————————-

„Vá – maður fyllist af gleði og þakklæti yfir því hvernig rödd þjóðarinnar á þjóðfundi er að berast okkur.”

María Ellingsen leikkona.

Deila

Gunnar Hersveinn | ritverk og greinaskrif