GÆFUSPOR

Gaefuspor_175

Í Gæfusporum fjallar Gunnar Hersveinn um mannkosti og tilfinningar, stríð og frið og hamingju og rósemd af hugkvæmni og varpar oft óvæntu ljósi á rótgróin hugtök.

Markmið bókar hans er m.a. að sýna hversu mikilvægt er að rækta tilfinningar sínar, það er forsenda fyrir velferð hverrar persónu og árangri í lífi og starfi.

Í bókinni er einnig fjallað um hvernig einstaklingar geta brugðist við amstri og streitu nútímalífs með viðhorfi sínu til tímans og vilja til að stjórna dagskrá eigin lífs. Markmiðið er að tendra leiðarljós og brýna lesandann til að leita svara við lífsgátunum upp á eigin spýtur.

Fjallað er á skýran og greinilegan hátt um tæplega 50 hugtök sem brenna á fólki á lífsleiðinni. Tilfinningar eins og ást, einmanakennd, afbrýðisemi, þakklæti og fyrirgefningu. Dyggðir eins og hugrekki, sjálfsaga og heiðarleika. Lesti eins og hroka, leti og þrjósku.

Gunnar Hersveinn hefur getið sér gott orðspor fyrir vandaða umfjöllun um gildin í lífinu.

Kaupa bókina: Forlagið

Deila

Gunnar Hersveinn | ritverk og greinaskrif