Heimspeki

Heimspekikaffi haustið 2014

12_vef_feb_heimspeki_visitHeimspekikaffið verður drukkið í Gerðubergi haustið 2014 eins og undanfarin ár. Það hefur verið sérlega vel sótt og gestir tekið fullan þátt í umræðum. Eftirfarandi efni verður til umræðu í haust:

17. september 2014: Þakklæti/Gjöf
Gunnar Hersveinn býður upp á umræðu um mikilvæg hugtök. Þakklætið og gjöfin geyma leyndardóma. Innlegg frá góðum gesti.

15. október: Mildi/Ofbeldi
Gunnar Hersveinn skapar umræðu um mikilvæg viðhorf og viðbrögð. Mildi og ofbeldi eru andstæður. Innlegg frá góðum gesti.

 19. nóvember: Einsemd/Vinsemd
Gunnar Hersveinn teflir saman mannlegum tilfinningum. Vinsemd og einsemd hafa áhrif á hamingjuna. Innileg frá góðum gesti.

„Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vel sótt og vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og gestir taka virkan þátt í umræðum. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin eða a.m.k. eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnustað sínum. Heimspekikvöldin hefjast klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. Gunnar Hersveinn hefur frá upphafi haft umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefni sem eru ofarlega á baugi. Þetta kvöld fjallar hann um gildi hæglætis í hraðasamfélaginu og fær góðan gest til að finna óvænt sjónarhorn.“ www.gerduberg.is

GÓÐIR GESTIR Í GERÐUBERGI

Eftirfarandi þemu og gestir hafa verið undanfarin ár í heimspekikaffinu:

 

Heimspekikaffi – Hjálpsemi og vinátta

Gestur Sigga Víðis

Heimspekikaffi – Hamingja og nægjusemi

Gestur Anna Valdimarsdóttir

Heimspekikaffi. Röksemi – Karpsemi

Gestur Hafþór Sævarsson

Heimspekikaffi – Gott | Illt

Gestur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Heimspekikaffi – Ást | Fæð

Gestur Aðalheiður Guðmundsdóttir

Heimspekikaffi – Grín | Alvara

Gestur Helga Braga leikkona

Heimspekikaffi – Gæfuspor | Feilspor

Gestur Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Heimspekikaffi – Viska | Fáviska

Gestur Friðbjörg Ingimarsdóttir

Heimspekikaffi – Tími | Frelsi

Gestur Vilborg Davíðsdóttir

Heimspekikaffi – Stríð | Friður

Gestur Helga Þórólfsdóttir

Heimspekikaffi – Konur | Karlar

Gestur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

Heimspekikaffi – Líf | Dauði

Gestur Bjarni Randver Sigurvinsson

Heimspekikaffi – Hugsjónir breyta heiminum

Gestur Áshildur Linnet

Heimspekikaffi – Kærleikurinn og hrunið

Gestur Sigríður Guðmarsdóttir

Heimspekikaffi – Sjálfsþekking

Gestur Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Heimspekikaffi – Hugrekki og sjálfsmynd

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Heimspekikaffi – Hæglæti í hraðasamfélagi

Ásgerður Einarsdóttir

Heimspekikaffi – Sjálfsvitund

Anna Valdimarsdóttir

 

Frásögn af heimspekikaffi, Reykjavík- vikublað, bls. 12

 

 

 

Deila