HUGSKOT

hugskot9 - Afrit (2)

„Næst því að skapa er fátt meira gefandi en leikni í að beita gagnrýnni hugsun, mynda sér eigin skoðun og leggja drög að nýrri þekkingu.“

Hugskot- skamm-, fram- og víðsýni er handbók um gagnrýna hugsun og borgaravitund, fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu gagnrýninn borgari sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla.

Lýðræði, jafnrétti, fordómar, flokkanir, staðalímyndir, borgaravitund, friðarmenning og gagnrýnin hugsun eru lykilorðin í þessari bók.
Í formála bókarinnar segir að það sé ekki heiglum hent að vera öflugur borgari í opnu lýðræðissamfélagi en meðal hlutverka er að standa vörð um gæðin, koma auga á hættur sem steðja að jöfnuði og mannréttindum og mótmæla yfirgangi og ofstæki. Kraftmikil borgaravitund getur viðhaldið jafnrétti, friði og bræðra- og systralagi og eflt þekkingu á fordómum, staðalímyndum og flokkunarkerfum.

Efni bókarinnar spannar m.a. baráttuna gegn kynjamisrétti á Íslandi 2015 og eru fjölmörg dæmi tekin úr íslensku samfélagi. Þá fylgir efni hverjum kafla til frekari umhugsunar fyrir þá sem vilja nota bókina til kennslu, ásamt orðaskrá og ítarlegum heimildarlista.

Höfundar Hugskots, Friðbjörg Ingimarsdóttir og Gunnar Hersveinn hafa áralanga reynslu af starfi sem tengist efni bókarinnar, meðal annars sem kennarar og ráðgjafar. Bókin er skrifuð fyrir almenning og fjallar um nokkra af þeim meginþáttum sem gera persónur gagnrýnar.

 

Deila

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Gunnar Hersveinn | ritverk og greinaskrif