Gægjugat

Bókadómur

Morgunblaðið 1987

SKRYDDUR BLÁU HAFI
Bókmenntir
Jóhann Hjáimarsson
Gunnar Hersveinn:
GÆGJUGAT. Ljóð.
Kápa: Ólafur Helgi Samúelsson.
Tunglið. Bókafélag 1987.

Í Gægjugati eru nokkur ljóð eða ljóðmyndir eftir Gunnar Hersvein. Svona er Gægjugatið:

Gluggatjöldin
eru dregin fyrir og dagurinn
brýst ekki inn en í gegnum gægjugatið
sérðu silkifiðrildið flögra í
silfurstofunni
og konuna undir hvítu lakinu sofa
við kertaljós og ef þú kiprar.
augað sérðu kannski mig
vaka yfir henni

Þetta er mynd í rómantískum anda og gamallar dulúðar: silkifiðrildi, silfurstofa, kona undir hvítu laki, kertaljós. Fleira er í þessum anda, til dæmis Einbeiting:

Með tær við hæl
lárétta handleggi og augun
einsog svífandi hnetti
við augnatóftirnar
feta ég mig áfram
loftlínuna.

Það er þó meiri gáski í þessu ljóði og kaldhæðni, einkenni sem víða
koma fyrir í Gægjugati.

Gunnar Hersveinn leggur áherslu á að draga upp myndir og binda þær við eina samfellda hugsun. Honum tekst þetta misjafnlega, en einna best í Draumnótt, þar sem
elskan hans sofandi finnur hann „skrýddan bláu hafinu“. Í ljóðum
Gunnars Hersveins er vilji til hnitmiðunar, ljóðin minna á skeyti. í sumum þeirra eru of margar myndir í ekki lengri texta. Það virðist eiga betur við hann að einbeita sér
að einni ákveðinni mynd í staðinn fyrir að grípa til frjálslegrar hálfsúrrealískrar
myndsköpunar. En það er ferskur andblær í Gægjugati.

Deila

Gunnar Hersveinn | ritverk og greinaskrif