Námskeið: Hugskot, skamm-, fram- og víðsýni

Namskeið

Hugskot, skamm-, fram- og víðsýni. Námskeið sem hentar bæði í kennslu og daglega lífinu.

Viltu bæta samfélagið? Viltu vera kraftmikill borgari sem stendur vörð um gæðin og hefur færni og leikni til að greina ímyndir, fordóma og misrétti? Þá er þetta námskeið fyrir þig.: Efni bókarinnar Hugskotskamm-, fram- og víðsýni eftir Gunnar Hersvein og Friðbjörgu Ingimarsdóttur er ofarlega á baugi um þessar mundir enda beint gegn rugli og skekkjum í samfélaginu. Þá hefur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari látið að sér kveða á þessum vettvangi. Þau þrjú sjá um kennsluna á námskeiðinu.

Nú er kallað eftir kraftmiklum borgurum sem hafa hugrekki til að láta að sér kveða í samfélaginu. Til þess þarf að efla gagnrýna hugsun og hvers konar færni til að greina og meta áreiti og áróður í samfélaginu. Á námskeiðinu er m.a. greint frá samhenginu á milli flokkana, staðalímynda og fordóma. Þá er fjallað um jafnréttismál, friðarmenningu, borgaravitund og visku. Fjölmörg nýleg dæmi verða nefnd til sögunnar og rými gefið fyrir umræðu.

Tímariti um uppeldi og menntun (2.tbl -2016) er dómur um bókina Hugskot: „Markmið bókarinnar er að efla gagnrýna hugsun, og það er grundvöllur þess að fólk vakni til vitundar, skilji umhverfi sitt og bregðist við því á ígrundaðan, upplýstan hátt … frábær lesning fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum. “ Sjá dóm:  Hugskot -besta bókin: https://ojs.hi.is/tuuom/article/view/2440/1323.  Námskeiðið er fyrir alla sem vilja skapa betra samfélag.

Tími: Þriðjudaginn 15. ágúst, kl. 9-12. Staður: Borgarholtsskóli
Umsjón/leiðbeinendur: Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur, Friðbjörg Ingimarsdóttir MA i mennta- og menningarstjórnun og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla.

Verð: 7.500 kr. og hægt er að fá námskeiðsgjald endurgreitt frá stéttarfélögum.

Skráning í tölvupósti á netfangið hannabjorg@bhs.is sími 861 7404.

Þau sem skrá sig á námskeiðið fá bókina á tilboðsverði hjá IÐNÚ.

Tengill á viðburð

hugskot9

Deila

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *