ja_ny_stjornarskra

Ný stjórnarskrá

Við Íslendingar fáum nú einstakt tækifæri til að eignast nýja íslenska stjórnarskrá. Til þess þurfum við að segja já við fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Og segja um leið já við mannréttindum og frelsi núlifandi Íslendinga og komandi kynslóða, náttúruvernd, jafnrétti, bættu stjórnarfari og meira lýðræði.

Tillögur stjórnlagaráðs eru byggðar á þjóðarvilja sem kom fram á þjóðfundunum 2009 og 2010 og vandaðri vinnu stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs, sem náði einhuga samstöðu um frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá. Hún ilmar af hugsjónum Framtíðarlandsins sem berst fyrir verndun mestu verðmæta Íslands og samfélagslegri nýsköpun og hvetur félaga sína til þess að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október og leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Tengill:

 

Deila