Styttist í Þjóðfund 2010

Þjóðfundurinn 2010 verður haldinn 6. nóvember í Laugardalshöll í Reykjavík frá kl. 9:00-18:00

Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings og þess er vænst að gestir verði um eitt þúsund, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Á Þjóðfundi verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.

Þjóðfundur 2010 byggir að nokkru á þeirri reynslu sem fékkst á Þjóðfundinum á síðasta ári, en umræðuefnið að þessu sinni er stjórnarskrá Íslands. Þátttakendum á Þjóðfundi 2010 gefst því einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins, með því að taka þátt í umræðum um efni hennar og koma hugmyndum sínum á framfæri. Þjóðfundurinn er því frumkvæði þjóðarinnar til endurbóta á sjálfri stjórnarskránni.

Deila

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *