Um Gunnar Hersvein

Heimspeki
Heimspeki

Gunnar Hersveinn er heimspekingur og rithöfundur og þekktur samfélagsrýnir. Hann er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á kennslu í framhalds- og háskólum. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu 1995-2004, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavikurborg, stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennari hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hefur víða flutt fyrirlestra um gildin í líf og starfi.
Gunnar Hersveinn var valinn Ljósberi ársins 2004 ásamt Toshiki Toma fyrir skrif sem efla gagnrýna umræðu í samfélaginu og styrkja umræðu um ábyrgð allra á uppeldi barna, auk þess að berjast gegn fordómum. Hann var tilnefndur til Blaðamannaverðlauna árins 2004 fyrir athyglisverð skrif um mannlíf á sviði jafnréttis-, uppeldis- og menntamála. Hann fékk Fjölísviðurkenningu Rithöfundasambands Íslands 2010 fyrir að hafa skrifað bækur sem hafa sett umtalsvert mark á þjóðfélagsumræðuna. Hann höfundur bókanna Gæfuspor – gildin í lífinu, og Orðspor – gildin í samfélaginu (JPV útgáfa) og einnig sent frá sér ljóðabækur, m.a. ljóðaumslagið Sjöund.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands sagði um bók hans Gæfuspor: „Ég hef lengi beðið eftir þessari bók um lífsgildin og las hana mér til mikillar ánægju. Bókin Gæfuspor er áttaviti sem vísar veginn.”

Um Gunnar á Bókmenntavefnum

 

——————————————————————————-

Deila

Gunnar Hersveinn | ritverk og greinaskrif