island

TÍMI TIL AÐ HUGSA

island

Tímamót eru framundan. Vetrarsólstöður voru sunnudaginn 21. desember, klukkan 23:03. Nýtt tungl kviknaði strax á eftir eða 22. desember kl. 1.37. Það er tími til að hugsa.

Vetrarsólstöður eru tímamót, mót til að endurskoða. Kjörið tækifæri til að setja sér markmið, til að bæta sjálfan sig, samskiptin við aðra, samfélagið, umheiminn, Jörðina.

Hugsum um Jörðina:

Móðir Jörð er að springa af sköpunarkrafti. Hún iðar í skorpunni og fæðir linnulaust ný verk um leið og önnur glatast. Hún skapar ekki aðeins líf, heldur einnig heilu löndin, eins og Ísland á flekaskilum sínum.

Jörðin mótast af stöðu sinni í alheiminum, sennilega þáði hún vatn sitt af smástyrnum. En hún er ekki hjúpuð vernd, hún er viðkvæm fyrir áreitum, jafnvel frá eigin lífverum sem þiggja af henni búsetu og næringu.

Mannkynið er ágengt um þessar mundir. Það gengur á öll vistsvæði Jarðar, allar auðlindir, allt hörfar undan því. Maðurinn er gallagripur sem getur sínt mátt sinn og megin á mörgum plánetum. En hann er einnig kostagripur sem getur látið gott til sín leiða. Hann getur batnað. Hugsum um það.

Hugsum um mannkynið:

Manneskjan er gædd mörgum gjöfum náttúrunnar en þarf nauðsynlega að temja sig, hemja gallana og efla kostina. Hver einstaklingur þarf að gera það, hver hópur, hvert samfélag, hver þjóð og það þarf að vera í samhengi við hagsmuni Jarðarinnar.

Jafnvel þótt dagurinn sé stuttur og nóttin löng, þá er einum hring lokið og annar er framundan. Ný ferð umhverfis sólu, það er tilhlökkunarefni. Góða ferð!

Hugsum um okkur:

Það eru tími til að hugsa um sjálfan sig, allt og alla. „Hvað get ég gert?“ er ágæt spurning.

Takk fyrir lífið á Jörðinni,

Gunnar Hersveinn www.lifsgildin.is

 

Sjá einnig:

Friðarsúlan

 

 

 

 

 

Deila